Mánudagur 16. september 2013 kl. 11:03
Þórkötlustaðarréttir um næstu helgi
Réttað verður í Þórkötlustaðarréttum í Grindavík laugardaginn 21. september kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Bæjarbúar í Grindavík hvattir til þess að mæta og fara nýja göngustíginn að réttinni. Góð aðsókn hefur verið í réttirnar undanfarin ár og þær farið vel fram.