Þórkötlustaðaréttir aðra helgi

Þórkötlustaðaréttir  í Grindavík verða aðra helgi. Smalað verður í afrétti Grindvíkinga föstudaginn 18. sept. ef veður leyfir og dregið í dilka kl. 14 laugardaginn 19. sept.
Í tengslum við réttardaginn er fyrirhugað að vera með haustmarkað á svæðinu. Fólk getur komið með grænmeti, sultur, handverk eða annað skemmtilegt sem það hefur verið að búa til og selt á markaðnum. Það kostar ekkert að vera með.
Markaðurinn verður í reiðhöll þeirra ábúanda í Stafholti. Fólk verður sjálft að koma með borð, stóla, tjald eða það sem hverjum hentar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				