Þórir sæmdur riddarakrossi
Þórir Baldursson tónlistarmaður úr Keflavík, var á nýársdag sæmdur riddarakross fyrir framlag sit til íslenskrar tónlistar. Athöfnin fór fram að Bessastöðum þar sem forseti Íslands sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Á löngum og farsælum ferli spilaði Þórir m.a. með Savanna-tríóinu, Dátum og hljómsveitinni Geimsteini en hann starfaði einnig erlendis um nokkurt skeið með þekktum tónlistarmönnum á borð við Donnu Summer. Þórir var einkum þekktur fyrir leik sinn á Hammond orgelið en hann útsetti og samdi fjöldan allan af frábærum lögum á löngum ferli.