Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þórir Baldursson á Kaffi-Duus á morgun
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 14:40

Þórir Baldursson á Kaffi-Duus á morgun


Einn kunnasti hljóðfæraleikari Suðurnesja, Þórir Baldursson, handhafi heiðursverðlauna íslensku tónlistarakademíunnar vitjar æskuslóðana með Hammondinn í farteskinu. Búast má við að Þórir fari yfir sögu Hammondsins í orðum og tónum. Tónleikarnir verða á Kaffi-Duus í kvöld og hefjast klukkan 20:30. Með Þóri leika Jóel Pálsson, saxafónleikari og Einar Valur Scheving, trommuleikari. Aðgangseyrir er 1500.- krónur. Miðasala við innganginn. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024