Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorgerður Katrín bauð til veislu í Peking
Mánudagur 11. ágúst 2008 kl. 16:41

Þorgerður Katrín bauð til veislu í Peking

Haraldur B. Hreggviðsson, faðir Erlu Daggar sundkonu er staddur á Ólympíuleikunum í Kína ásamt eiginkonu sinni Eddu Ottósdóttur og dætrum þeirra Kristínu Dögg og Evu Rós. Haraldur sendir okkur pistla frá Kína og segir okkur hvað á daga þeirra drífur. Haraldur segir að hápunkturinn í vikunni hafi verið sundið hjá Erlu Dögg sem var alveg ágætt þó að tíminn hefði mátt vera betri.
„Dagurinn í gær hófst hjá okkur með því að fara á handboltaleikinn Ísland -  Rússland og þvílík skemmtun sem að það nú var misstum við öll röddina við að hvetja strákana sem voru betri í þessum leik og sigruðu Stóra Björninn nokkuð sannfærandi og þvílík mannvirkji sem að þetta eru þar sem að atburðirnir fara fram í.“ Sundhöllin er undur sem að vert er að skoða vel og erum við á leið þangað í dag að grandskoða hana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



„Í gærkvöldi bauð menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til samsætis á heimili sendiherra Íslands hér í Kína Gunnars Snorrasonar og þar hittum víð gamla körfuboltahetju af Suðurnesjum Axel Nikulásson sem starfar við sendiráðið og bað hann fyrir góðar kveðjur til allra á Suðurnesjum.“


Í sundinu sáum við falla nokkur Ólympiu- og heimsmet og er gaman að verða vitni af slíkum stóratburðum í sundinu sagði Haraldur sem sendir góðar kveðjur til allra.


Hann sendi okkur myndir sem við birtum hér með góðfúslegu leyfi.