Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þórdís Birna í undankeppni Eurovision
Þórdís Birna Borgarsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson. Mynd af vef RÚV.
Þriðjudagur 21. febrúar 2017 kl. 06:00

Þórdís Birna í undankeppni Eurovision

Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona úr Reykjanesbæ, tekur þátt í Söngvakeppninni 2017, undankeppni Eurovision í ár. Þórdís syngur lagið Heim til þín ásamt unnusta sínum Júlí Heiðari Halldórssyni og koma þau fram í fyrri undankepnninni sem verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld.

Lagið er um par í fjarsambandi. Júlí Heiðar samdi lagið og textann samdi hann ásamt Guðmundi Snorra Sigurðssyni. Þórdís og Júlí Heiðar tóku einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrra og fluttu þá lagið Spring yfir heiminn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórdís Birna lauk námi í sálfræði síðasta vor og ætlar að hefja meistaranám næsta haust. Hún starfar í dag sem flugfreyja.

Hér má sjá myndband við lagið Heim til þín