Þorbjörn Fiskanes styrkir Skákfélag Grindavíkur
Aðalfundur félagsins verðuÍ tilefni af stofnun Skákfélags Grindavíkur þann 25. febrúar 2003 færði Þorbjörn Fiskanes hf. forráðamönnum þess 20 skákklukkur og 20 taflborð að gjöf. Að auki var Þorbjörn Fiskanes hf. helsti styrktaraðili fyrsta alþjóðlega skákmótsins sem haldið hefur verið hér í Grindavík. Mótið var eins og kunnugt er haldið í Saltfisksetri Íslands dagana 5.-9. mars Meðal þátttakenda var kvennalandslið Norðmanna, Frakka og Íslendinga ásamt sameiginlegri sveit Taflfélags Garðabæjar og Skákfélags Grindavíkur.Þorbjörn Fiskanes hf. hefur í mörg undanfarin ár styrkt margvísleg málefni hér í Grindavík og víðar. Hér er um að ræða hverksyns íþróttastarfsemi og starfsemi félagasamtaka. Til að mynda er Þorbjörn Fiskanes einn af helstu styrktaraðilum knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar UMFG, segir á vef fyrirtækisins.