Þorbjörn er „stórasta“ fjall á Íslandi
Suðurnesjamenn blogga
Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifaði um um fjallið Þorbjörninn á bloggsíðu sinni en fjallið er að hennar mati eitt það merkasta á landinu. Bryndís sem er bæjarfulltrúi í Grindavík er ein af þeim bloggurum sem skrifa um það sem er að gerast á Reykjanesi en fyrr í sumar auglýsti Heklan eftir bloggurum sem hafa áhuga á því að kynna Reykjanes og það sem Suðurnesjamenn eru að gera í samfélagsmiðlum.
„Sumum finnst Ísland vera stórasta land í heimi. Grindvíkingum finnst Þorbjörn vera stórasta fjall á Íslandi. Þorbjörn er í hugum Grindvíkinga fjall og ekkert annað. Það má greina innfædda Grindvíkinga frá aðfluttum með því að heyra hvernig fólk talar um Þorbjörn. Ef fólk verður á þau mistök að kalla fjallið hól eða fell - þá ertu mjög líklega aðfluttur Grindavíkingur eða bara alls ekki Grindvíkingur (skondið í ljósi þess að fjallið heitir Þorbjarnarfell!).*
Þorbjörn er drauma-bæjarfjall. Mátulega stórt og vegslóði upp sem leikskólabörn geta trítlað upp á góðviðrisdegi, skemmtilegir slóðar fyrir þá sem vilja erfiðari fjallgöngu, þjóðsögur og þjófagjá upp á fjallinu og þegar ég var yngri mátti sjá stöku hermenn úr bandaríska hernum á æfingu. Skógur bæjarins er við fjallsræturnar og skemmtilegur slóði hringinn í kringum fjallið. Svo búa jólasveinarnir og Grýla í fjallinu (sannanir verða lagðar fram í annarri færslu)
Svo hefur þetta fjall birst í Simpsons - það eru fá íslensk fjöll sem státa af því!“