Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Þorbjörn, Fagradalsfjall og Keilir saman í bók
    Keilir séður úr lofti.
  • Þorbjörn, Fagradalsfjall og Keilir saman í bók
Þriðjudagur 23. desember 2014 kl. 09:00

Þorbjörn, Fagradalsfjall og Keilir saman í bók

Nýútkomin bók um íslensk bæjarfjöll.

Út er komin bókin Íslensk bæjarfjöll, þar sem fjallað er um fjöll á Íslandi við byggð; bæjarfjöll. Flest fjallanna eru á færi ungra sem eldri og að ganga á þau er því fjölskylduvæn útivist. Sagt er frá hverji fjalli fyrir sig, gönguleiðum og helstu einkennum. 

Höfundurinn, Þorsteinn Jakobsson, hefur gengið á öll fjöllin í bókinni og hefur undanfarin á gengið á fjöll til styrktar Ljósinu og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Höfundarlaun hans fyrir bókina munu renna til síðarnefnda félagsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í bókinni eru nokkur hundruð ljósmyndir af íslenskum bæjarfjöllum frá fjölbreyttum sjónarhornum, af fólki á fjöllum og náttúru Íslands í sinni fegurstu mynd.