Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 16:44

Þórarinn til liðs við Skagamenn - í dag!

Þórarinn Kristjánsson er genginn til liðs við Skagamenn. Frá þessu var gengið í Matarlyst í morgun og Þórarinn klæddist þegar treyju liðsins.Sannleikurinn er hins vegar sá að Þórarinn tapaði veðmáli við Rúnar Smárason kokk í Matarlyst og varð að klæðast keppnisbúningi Skagamanna eftir tap Keflavíkur í deildinni í gær.
Þórarinn er yfirmaður útkeyrslusviðs Matarlystar og þeir voru ófáir sem rak í rogastans þegar þeir sáu pilt í Skagatreyjunni í dag. Myndin var tekin þegar Þórarinn mætti með sendingu til Keflavíkurverktaka í hádeginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024