Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson - myndir og video
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 09:57

Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson - myndir og video

- opnuð í Hljómahöllinni

Sýningin Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson opnaði í Rokksafni Íslands í Hljómahöll um sl. helgi að viðstöddu fjölmenni. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar opnaði sýninguna formlega en einnig fluttu ávörp þeir Björn G. Björnsson sýningarstjóri og Björgvin Halldórsson.

Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson, sem áætlað er að muni standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár, er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri.



Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway.

Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, glymskratti, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir í tæplega ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta.

Þetta er sýning sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Sýningarstjóri og hönnuður er Björn Georg Björnsson.

Viðtalið hér að neðan birtist í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN sl. fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þó líði ár og öld - opnun sýningar