Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:38

ÞJÓNUSTA VERÐI EFLD

Við sameiningu Heilsugæslustöðvarinnar og Sjúkrahússins í upphafi árs 1998 skópust ýmsir möguleikar til breytinga og bættrar þjónustu. Hefur sumt verið tíundað nú þegar í fyrri pistlum og fleiri munu koma á eftir með sitt. Eitt af því sem ákveðið var, er að heilsugæslusviðið, ( gamla heilsugæslan), taki við og sinni öllum öldrunarlækningum vistunarsjúklinga, sem hefur verið í höndum sjúkrahússsviðs, (fyrrum Sjúkrahús Suðurnesja). Var þetta ákveðið vegna þess að öldrunarlækningar eru talsverður hluti framhaldsnáms heimilislækna og þar sem öll þjónusta við þá sem heima eru er í höndum heilsugæslusviðs þótti við hæfi að sameina þetta. Mun það væntanlega skapa meira samhengi í þjónustinni og gefa betri heildaryfirsýn er fram líða stundir. Hefur heilsugæslusviðið nú þegar tekið við þjónustunni við Víðihlíð í Grindavík og mun væntanlega gera hið sama varðandi hjúkrunarsjúklinga hér í Keflavík á næstunni. Höfuðmarkmið allrar þjónustu heilbrigðiskerfisins og sveitarfélaga við aldraða er að stuðla að bættri félagslegri, andlegri og líkamlegri færni og vellíðan, þannig þeim sé m. a. gert kleift að dveljast sem lengst á eigin heimili. Til að stuðla að þessu verður sköpuð mjög góð aðstaða til endurhæfingar í nýju D-álmunniog hlökkum við mjög til að fá hana í notkun. Einnig verður þar komið á dagdeild fyrir sjúka aldraða, sem mun bæta mjög aðstöðu til læknisfræðilegs eftirlits og þjálfunar. Það er því von okkar hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að takast megi að efla enn frekar þjónustuna við sjúka aldraða hér á Suðurnesjum, sem og aðra. Til þess að það megi taksast sem best þurfa allir sem að þessum málum koma, s.s. Heilbrigðisstofnunin, þjónustustofnanir sveitarfélaga, félög eldri borgara o.fl., að efla samstarf sitt sem mest þannig að kraftar þeirra og hugmyndaauðgi nýtist sem best. Gleðileg jól öll sem þetta lesa. Kristmundur Ásmundsson yfirlæknir Heilsugæslusviðs. Lækningaforstjórri Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024