Þjóðháttakynning: æðarbúskapur og refaveiðar
Æðarbúskapur og refaveiðar, þjóðháttakynning verður í Saltfisksetrinu í Grindavík, Hafnargötu 12a, laugardaginn 20. mars kl. 14:00 - 16:00
Tveir reynslumiklir æðarbændur og refaskyttur segja frá æðarbúskap og ævintýralegri viðureign við refi í tveimur landshlutum. Valdimar Gislason segir frá búskapnum á einu stærsta æðarbýli landsins, Mýrum í Dýrafirði og Sigurður Eiríksson segir frá búskapnum í Norðurkoti og Fuglavík í Sandgerði.
Ómar Smári Ármannsson, göngugarpur m.m. sýnir myndir og segir frá hlöðnum refagildrum sem notaðar voru við refaveiðar fram á 20. öld og víða má enn sjá. Skemmtilegar umræður, heitt á könnunni og allir velkomnir.
Dagskráin er liður í Menningarviku Grindavíkur sjá www.grindavik.is