Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þjóðhátíðarfjör í Njarðvík 16. og 17. júní
Lokahnykkurinn á þjóðhátíðardagskrá Körfuknattleiksdeildarinnar er hið árlega kaffisamsæti á sal Njarðvíkurskóla.
Mánudagur 15. júní 2020 kl. 12:55

Þjóðhátíðarfjör í Njarðvík 16. og 17. júní

Líf og fjör verður á dagskránni hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þriðjudaginn 16. júní og á miðvikudaginn 17. júní, sjálfan þjóðhátíðardaginn. Leikar hefjast á þriðjudagskvöld með bráðmyndarlegu sumarbingói fyrir fullorðna þar sem andvirði vinninga er komið yfir heila milljón krónur!

Sumarbingó fyrir fullorðna verður á fjölum Njarðtaksgryfjunnar 16. júní þar sem húsið verður opnað gestum kl. 18.30 og bingó hefst stundvíslega kl. 19.30. Á meðal vinninga eru hótelgistingar, gjafabréf í Bláa Lónið, rautt, hvítt, bjór, snyrtivörur, gómsætt lambakjöt og margt fleira. Sjá viðburð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðjudaginn 17. júní verður skemmtilegt fjölskyldubingó í Njarðtaksgryfjunni kl. 12.00 og þar eru vinningarnir ekki síðri en í drekkhlöðnum vinningskörfum má finna eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni. Sjá viðburð.

Lokahnykkurinn á þjóðhátíðardagskrá Körfuknattleiksdeildarinnar er svo okkar árlega kaffisamsæti á sal Njarðvíkurskóla sem hefst kl. 14.00. Venju samkvæmt er veisluborðið drekkhlaðið girnilegum kræsingum og jafnan verða þar fagnaðarfundir yfir rjúkandi kaffibolla. Sjá viðburð.