Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þjáist af taugasjúkdómnum RSD
Föstudagur 18. mars 2011 kl. 16:50

Þjáist af taugasjúkdómnum RSD

Jóna Júlíusdóttir er þrítugur Sandgerðingur sem þjáist af Reflex sympathetic dystrophy eða RDS sem er alvarlegur taugasjúkdómur og lýsir hann sér í óstjórnlega miklum verkjum hverja einustu mínútu. Það er ekki til lækning við sjúkdómnum en það er hægt að gera lífið lifanlegt með réttri meðferð.

Í Bandaríkjunum er starfræk sérstök taugasjúkdóma læknamiðstöð sem er allt í senn læknamiðstöð, rannsóknarmiðstöð og endurhæfingarmiðstöð. Æðsti draumur Jónu er að komast þangað í meðferð til þess að ná hámarksárangri í að halda verkjunum í skefjum. Auk þess er verið að þróa nýja tækni og stendur til að prófa hana á sjúklingum að ári liðnu.

„Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast í þann hóp sem fær að prófa þessa meðferð en hún á að draga úr því að taugaboðin (verkjaboðin) skili sér til heilans og á hún að reynast fullkomnari meðferð en þau rafskaut sem grædd eru í fólk í dag.“ segir Jóna.

Nú er í fullum gangi söfnun fyrir Jónu svo þessi draumur hennar geti orðið að veruleika og er fólki bent á ef það vill styrkja Jónu að leggja inn á reikning 1109-05-410823 kennitala 020281-3249.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024