Þingmaður í klippingu til Keflavíkur
- Heldur tryggð við klipparann sinn
Þingmaðurinn hárprúði, Óttarr Proppé, gerði sér ferð til Suðurnesja á dögunum til að fara í klippingu á hárgreiðslustofunni Háráttu við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Stofan var opnuð á dögunum og er í eigu Evu Bjarkar Sigfúsdóttur. Hún starfaði áður á stofu í miðbæ Reykjavíkur þar sem þingmaðurinn var fastagestur.