Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Þingmaður gekk frá Vogum í Garðinn
  • Þingmaður gekk frá Vogum í Garðinn
    Ásmundur vel vel búinn í göngunni.
Miðvikudagur 8. júlí 2015 kl. 08:48

Þingmaður gekk frá Vogum í Garðinn

Ásmundur Friðriksson lét gerviliði ekki stöðva sig.

„Markmiðin eru til að sigrast á þeim. Hef lengi ætlað mér að ganga úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn og lét verða af því í dag. Var 4 klst. og 30 mín. að ganga þessa 22.4 km og kom við í fjórum sveitarfélögum; Vogum, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garðinum,“ segir alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson í Facebook færslu í gær. 

Bæði hné Ásmundar eru með gerviliði en hann lét það ekki stöðva sig. „[Hnén] héldu þrátt fyrir nokkra yfirvigt en létt skapið og einarður vilji kemur mér langt. Ég þakka Guði góða heilsu og hreysti.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024