Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þéttur laugardagur á Top of the Rock
Föstudagur 5. febrúar 2010 kl. 16:40

Þéttur laugardagur á Top of the Rock

Það blómstrar heldur betur félagslífið uppi á Ásbrú þessa dagana en þar er Top of the Rock orðinn miðpunktur félagslífs íbúanna.


Á morgun, laugardag, koma saman áhugamenn um FIFA 10 tölvuleikinn og halda mót sem stendur allan daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stuðningsmenn Jógvan Hansen koma saman á Top of the Rock á laugardagskvölið þegar úrslitakvöldið í undankeppninni fyrir Eurovision verður. Jógvan er búsettur á Ásbrú og sækir nám í Keili.


Að lokum er ball með hljómsveitinni Vítamín um kvöldið, þar sem kostar bara 1.000 kr. inn. Það er því heldur betur hægt að segja að þeim leiðist ekkert þarna uppfrá og að sífellt meira líf sé að færast í hverfið, segir í tilkynningu frá höfuðstöðvum félagslífsins að Ásbrú.