Þetta köllum við alvöru norðurljós á Reykjanesi
Norðurljósaljósmyndarinn Olgeir Andrésson varð ekki fyrir vonbrigðum með norðurljósin í gærkvöldi og nótt. Olgeir fór út á Reykjanes með myndavélina í þeim tilgangi að fanga ljósagang á himnum. Afraksturinn má m.a. sjá í myndinni hér að ofan, sem tekin var í nótt.
Olgeir er okkar fremsti norðurljósaljósmyndari og hefur farið víða um land til að fanga ljósin. Norðurljósamyndir hans má sjá á þessari síðu hérna.