Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þétt dagskrá á þemaviku Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 23. febrúar 2010 kl. 17:10

Þétt dagskrá á þemaviku Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Nú stendur yfir þemavika hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Dagskráin hófst í gær og mun standa til 27. Febrúar nk. Núna kl. 17 hófst samsöngur söngdeildar á sal tónlistarskólans við Þórustíg í Njarðvík en tónfundir eru í Bíósal DUUS kl. 17:30 og 18:30. Hver viðburðurinn mun reka annan í þessari viku en þemavikunni lýkur svo á Degi tónlistarskólanna nk. laugardag.


Miðvikudaginn 24. feb.

Leikskólaheimsóknir
kl. 10:00 Háaleiti
kl. 14:00 Garðarsel
kl. 14:30 Heiðarsel
kl. 15:00 Holti

17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
19:30 Píanótónleikar: Vígsla nýs flygils í Stapa, Hljómahöll
Fram koma píánóleikararnir Anna Málfríður Sigurðardóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir. Einnig munu nokkrir píanónemendur Tónlistarskólans koma fram.
Skyldumæting píanónemenda Tónlistarskólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmtudaginn 25. feb.
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
18:30 Tónfundur í Bíósal, Duus

20:00 Tónleikar í Stapa: Flutt verður „Vetrarferðin“ e. Schubert, Jóhann Smári Sævarsson og Kurt Kopecky.
Frítt inn fyrir nemendur og kennara TR.
Skyldumæting söngnemenda Tónlistarskólans.


Föstudaginn 26. feb.
15:00 Tónleikar hjá eldri borgurum á Nesvöllum
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
19:30 Kaffihúsa-tónleikar Djasshljómsveitar TR í Hljómakaffi, Stapa


Laugardaginn 27. feb. Dagur Tónlistarskólanna
14:00 Tónleikar í Stapa, Hljómahöll
16:00 Tónleikar í tilefni af enduropnun Stapa, Hljómahöll
Tónlist: Djasshljómsveit TR, Strengjasveitir, Lúðrasveit, elsta deild