Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Þétt dagskrá á þemaviku Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 23. febrúar 2010 kl. 17:10

Þétt dagskrá á þemaviku Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Nú stendur yfir þemavika hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Dagskráin hófst í gær og mun standa til 27. Febrúar nk. Núna kl. 17 hófst samsöngur söngdeildar á sal tónlistarskólans við Þórustíg í Njarðvík en tónfundir eru í Bíósal DUUS kl. 17:30 og 18:30. Hver viðburðurinn mun reka annan í þessari viku en þemavikunni lýkur svo á Degi tónlistarskólanna nk. laugardag.


Miðvikudaginn 24. feb.

Leikskólaheimsóknir
kl. 10:00 Háaleiti
kl. 14:00 Garðarsel
kl. 14:30 Heiðarsel
kl. 15:00 Holti

17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
19:30 Píanótónleikar: Vígsla nýs flygils í Stapa, Hljómahöll
Fram koma píánóleikararnir Anna Málfríður Sigurðardóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir. Einnig munu nokkrir píanónemendur Tónlistarskólans koma fram.
Skyldumæting píanónemenda Tónlistarskólans.

Fimmtudaginn 25. feb.
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
18:30 Tónfundur í Bíósal, Duus

20:00 Tónleikar í Stapa: Flutt verður „Vetrarferðin“ e. Schubert, Jóhann Smári Sævarsson og Kurt Kopecky.
Frítt inn fyrir nemendur og kennara TR.
Skyldumæting söngnemenda Tónlistarskólans.


Föstudaginn 26. feb.
15:00 Tónleikar hjá eldri borgurum á Nesvöllum
17:30 Tónfundur í Bíósal, Duus
19:30 Kaffihúsa-tónleikar Djasshljómsveitar TR í Hljómakaffi, Stapa


Laugardaginn 27. feb. Dagur Tónlistarskólanna
14:00 Tónleikar í Stapa, Hljómahöll
16:00 Tónleikar í tilefni af enduropnun Stapa, Hljómahöll
Tónlist: Djasshljómsveit TR, Strengjasveitir, Lúðrasveit, elsta deild


Dubliner
Dubliner