Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þessi magnaði árangur er ómetanlegur fyrir bæjarbraginn
Fimmtudagur 26. apríl 2012 kl. 15:52

Þessi magnaði árangur er ómetanlegur fyrir bæjarbraginn



„Það eru bara leikir, bæjarstjórnarfundir og Útsvar í gangi þessa dagana,“ segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur þegar blaðamaður náði tali af honum svona rétt á milli funda fyrr í dag.


„Hér er kraftmikið fólk og hér búa miklir keppnismenn, þannig hefur þetta alltaf verið,“ segir Róbert aðspurður um það hvað sé eiginlega í gangi í Grindavík þessi dægrin. Eins og mörgum er kunnugt er karlalið bæjarins í körfuboltanum að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þessa dagana og á morgun keppir bærinn til úrslita í spurningaþættinum vinsæla, Útsvari. Körfuboltaliðið etur kappi gegn Þór frá Þorlákshöfn en í Útsvarinu er Fljótsdalshérðað keppinauturinn.

„Svona árangur  breytir svo miklu í svona samfélagi. Það verður allt svo miklu skemmtilegra og léttara yfir fólki. Þessi magnaði árangur er því alveg ómetanlegt fyrir bæjarbraginn .“

Körfuboltaliðinu var spáð góðu gengi á þessari leiktíð enda firnasterkur leikmannahópur þar á ferð og má vart veikan blett þar finna. Árangurinn í Útsvari er eftirtektaverður, jafnvel óvæntur, en lið Grindvíkinga hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir léttleika sinn. „Þetta er svo skemmtilegt og afslappað fólk í liðinu og maður er að heyra það víðsvegar að fólki líkar almennt vel við keppendurna. Þetta er lífsglatt fólk sem hefur mikla útgeislun og þau ná að hrífa áhorfendur með sér,“ segir Róbert.

Hvernig líst Róberti á rimmuna gegn Þórsurum í körfunni?

„Ég held þeir klári þetta en þó verður það ekki aulvelt, þetta fer ekki 3-0. Þó svo að þeir hafi misst Ólaf (Ólafsson) þá er breiddin bara það mikil hjá Grindvíkingum. Þórsarar spila á mjög háu tempói og ég bara trúi því ekki að þeir geti spilað svona lengi á þessum hraða á bara 6-7 leikmönnum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að mati Róberts sem mætir á alla leikina er þetta er skemmtileg rimma og sérstaklega skemmtileg fyrir körfuboltann á Íslandi. „Það er gaman að þessari nágrannarimmu og óneitanlega minnir þetta mann á þá daga þegar Njarðvík og Keflavík háðu marga fræga bardaga,“ segir Róbert að lokum en liðin leika í kvöld klukkan 19:15. Á morgun fer svo fram úrslitaviðureignin í Útsvari en hún hefst klukkan 20:10 í beinni í Sjónvarpinu en þar ætlar Róbert að vera ásamt sjálfsagt fleiri Grindvíkingum.

Mynd: Róbert í Grindavíkurtreyju vinstra megin ásamt Ólafi Erni Bjarnasyni leikmanni og fyrrum þjálfara Grindvíkinga.