Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þemadagar í Myllubakkaskóla - Gáfu skólastofu til barna í Pakistan
Miðvikudagur 2. mars 2011 kl. 13:34

Þemadagar í Myllubakkaskóla - Gáfu skólastofu til barna í Pakistan

Í Myllubakkaskóla hefur skapast hefð fyrir því að brjóta upp hefðbundið nám með þemadögum, þar sem nemendur líta upp úr skólabókunum og læra á skapandi og fjölbreyttan hátt. Í ár voru þemadagarnir 23. – 25. febrúar. Síðasti dagurinn var opinn dagur þar sem nemendur buðu foreldrum sínum og öðrum gestum í heimsókn.

Nemendur kynntu sér mannréttindi frá ýmsum hliðum. Þau unnu verkefni út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, kynntu sér tónlistarmenn sem hafa flutt boðskap um mannréttindi, máluðu og teiknuðu myndir og hönnuðu ólík híbýli manna svo eitthvað sé nefnt. Börn á yngsta stigi bökuðu, perluðu myndir og bjuggu til vinabönd. Allt sem nemendur gerðu var selt á opna deginum til fjáröflunar. Nemendur Myllubakkaskóla söfnuðu 31.500 krónum til að kaupa skólahúsgögn fyrir nemendur í Pakistan. Upphæðin dugir fyrir borðum og bekkjum fyrir 27 nemendur.

Á heimasíðu Myllubakkskóla má sjá myndir og stuttmynd sem heitir Hamingja, en hún var unnin af nokkrum nemendum af miðstigi.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024