Þemadagar í Holtaskóla
Þessa dagana standa yfir þemadagar um tónlist í Reykjanesbæ, í Holtaskóla. Eldri bekkirnir eru með tónlistartriði og fá til sín góða gesti svo sem, Heiðu í Unun, Rúnar Júlíusson og Ruth Reginalds, öll héðan af Suðurnesjum. Í morgun voru rokkaðir tónleikar og léttsveitin spilaði eftir hádegi, blaðamaður Víkurfrétta mætti og tók myndirnar hér fyrir neðan. Yngri bekkirni fara um bæinn og boða vináttu, en það er einmitt þema þeirra þessa vikuna.