Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Föstudagur 25. febrúar 2011 kl. 10:27

Þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Nú standa yfir þemadagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem brotin er upp kennsla. Nemendur geta valið á milli fjölmargra hópa eins og dans, spil, fyrirlestrar, íþróttir og margt fleira.

Áður voru þemadagarnir þrír dagar en nú eru þeir aðeins tveir. Nemendur fá vorfrí í staðin þar sem páskarnir eru mjög seint og samfelld kennsla löng. Nemendur mæta í hópa á fyrri deginum en svo byrjar skemmtun á föstudeginum í Reykjaneshöllinni og er keppt í hinum ýmsu greinum eins og fótbolta og þrautabraut. Þegar nálgast fer hádegi fara allir upp í skóla þar sem skemmtunin heldur áfram á sal skólans.

Fleiri myndir frá þemadögum má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta með því að smella hér.

Ljósmyndir: Siggi Jóns


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024