Þekktir tónlistarmenn á Ránni sem fagnar 34 ára afmæli um helgina
Veitingahúsið Ráin fagnar 34 ára afmæli um þessar mundir en þessi elsta krá Suðurnesja var opnuð árið 1989 og hefur verið við lýði allar götur síðan á einum besta stað á Suðurnesjum, við Hafnargötu í Keflavík.
Vífill Þorleifsson, stofnandi og eigandi staðarins, segir að tilefni sé til að fagna áfanganum með því að fá þekkta tónlistarmenn til að halda uppi fjöri á Ránni næsta föstudags- og laugardagskvöld. Fyrra kvöldið mætir dúettinn Rúnar Þór og Reynir en sá fyrrnefndi tróð upp í mörg ár á Ránni. Á laugardagskvöld mætir enginn annar en Ingó veðurguð og hljómsveit.
Vífill stendur enn vaktina á Ránni og vonast til að sjá sem flesta um helgina.