Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þátttakendur í íbúafundum gerðir að sendiherrum Víkingaheima
Föstudagur 4. maí 2012 kl. 09:04

Þátttakendur í íbúafundum gerðir að sendiherrum Víkingaheima

Víkingaheimar hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun síðustu vikur og ýmsar breytingar eru nú þegar komnar í gagnið og aðrar á leiðinni. Upplifunin er um leið orðin mun fjölbreyttari og auðvelt að eyða dagsparti við að skoða og reyna allt sem þarna er í boði. Víkingaheimar eru ekki bara eitt sýningarhús með einni sýningu heldur heilt svæði með margvíslegum sýningum og upplifunum, bæði úti og inni. Í sýningarhúsinu sjálfu eru nú fimm spennandi sýningar og á útisvæðinu er mikið að gerast, landnámsdýragarðurinn opnar t.d. 12. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilefni þessarar endurnýjunar er ætlunin að leyfa íbúum Reykjanesbæjar að njóta þess sem Víkingaheimar bjóða.  Þetta verður gert á þann hátt að þeir íbúar sem mæta á íbúafundi bæjarstjóra á næstunni fá afhent sérstakt Sendiherrakort sem veitir þeim ókeypis aðgang að Víkingaheimum í tilgreindan tíma.  Þannig geta íbúarnir farið eins oft og þeir vilja í Víkingaheima án þess að greiða aðgangseyri og t.d. er tilvalið að koma þar við í kaffi eftir að hafa gengið strandleiðina fínu sem liggur fram hjá sýningarhúsinu.  Þess er auðvitað líka vænst að íbúar taki svo með sér borgandi gesti þegar á líður!