Thai Keflavík leigir út reiðhjól
Veitingarstaðurinn Thai Keflavík hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða reiðhjól til leigu við Hafnargötuna. Alls eru sex reiðhjól á staðnum og er öllum frjálst að leigja hjólin, ekki bara ferðamönnum.
Hægt er að leigja hjólin frá einni klukkustund í allt að sólarhring og kosta 2 tímar 10 evrur eða rúmar 1600 krónur. Eigandi Thai Keflavík sagði að einhverjir hafi leigt hjólin nú þegar og ferðamenn hafi tekið vel í þessa nýjung.