Það vantar dreka og fleiri hvolpa í Grindavík
Á dögunum kom skólahópur leikskólans Króks í heimsókn á bæjarskrifstofurnar í Grindavík og kynnti sér gang mála í bæjarfélaginu. Greint er frá heimsókninni á vef bæjarins. Krakkarnir skoðuðu starfsemi bæjarskrifstofunnar ásamt því að sjá allar skrifstofurnar og reyna fyrir sér í hinum ýmsu störfum.
Meðal þess sem þau óska eftir eru drekar og fleiri hvolpa í Grindavík, nammi í leikskólann, rokkara á Sjóarann síkáta ásamt hoppukastala. Greinilega á ferðinni krakkar sem vita hvað þau vilja!