Það sem hundarnir mega ekki…
Mávarnir við tjarnirnar á Fitjum í Reykjanesbæ kunna vel við sig uppi í ljósastaurum við göngustígana á svæðinu. Mávarnir hafa raðað sér í hvern einasta staur á svæðinu, eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson tók.
Eins og glögglega má sjá þá eru hundar ekki leyfilegir á svæðinu og ekki víst að mávarnir væru svona rólegir ef gjammandi hundar væru við hvern staur…
Við hvetjum lesendur til að senda okkur skemmtilegar myndir til birtingar hér á vf.is