Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Það geta allir misst geðheilsuna
Sunnudagur 20. september 2009 kl. 22:00

Það geta allir misst geðheilsuna


Það geta allir misst geðheilsuna einhvern tíma á lífsleiðinni, áhættuþættir eins og streita, veikindi, atvinnumissir og aðrir erfiðleikar geta aukið líkur á því. Á þeim erfiðu tímum sem nú herja á þjóðina sérstaklega er mikilvægt að fólk geti leitað sér stuðnings fordómalaust og þannig komið í veg fyrir að þróa með sér alvarlegri vanda. Talið er að um 25% þjóðarinnar leiti sér hjálpar vegna geðheilsuvanda einhvern tíma á lífsleiðinni. Þunglyndi er til að mynda algengur og banvænn sjúkdómur þar sem 10% prósent falla fyrir eigin hendi. Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda, þangað sækir breiður hópur fólks með ólíkan vanda, allt frá því að vera einstaklingar í Háskólanámi, í vinnu eða einstaklingar sem hafa verið veikir í mörg ár.

Félagar og starfsmenn í Björginni standa nú fyrir „Geðveikum dögum“ sem er árlegur viðburður og er nú haldinn í annað skipti. Um er að ræða samfélagslegt forvarnarverkefni þar sem haft er að markmiði að vekja hin dæmigerðu „Jón og Gunnu“ til meðvitundar um að huga að eigin geðheilsu með jákvæðri hugsun og hvetjandi hegðun gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Ég vil hvetja alla til að taka þátt, því þannig vinnum við á fordómum og stuðlum að upplýstara og heilbrigðara samfélagi, þar sem allir geta leitað stuðnings fordómalaust.
–Það er engin heilsa án geðheilsu

Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir,
forstöðumaður í Björginni


Þriðjudagur 22. september

7:00 Lesið í Lauginni - Helgi Þór Einarsson með Ljóðaslamm í Vatnaveröld
13:00 - 16:00 Skákmót, Hressra Hróka, skákfélags Bjargarinnar - Skráning á staðnum
19:30 - 20:30 Geðræktarganga
-Heitt kakó og kleinur
- Árni Sigfússon tekur lagið
- Six Years On – Tónlistaratriði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Miðvikudagur 23. september

11:00-16:00 Opið hús í Björginni
11:30 Kynning á starfsemi Bjargarinnar
12:00 Hádegisverður
12:30 Ljóðalestur félaga
20:00-22:00 Málþing – Það geta allir misst geðheilsuna einhvertíman á lífsleiðinni

1. Inngangsorð: Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar.
2. Hvað er geðveiki ? Sigríður Guðmundsdóttir, sálfræðingur í Björginni.
3. Frá sjónarhóli notenda og aðstandenda: Pálína H. Sigurðardóttir.
4. Hlutverk og staða aðstandenda: Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ.
5. Úrræði og lausnir í nærumhverfi: Hjördís Árnadóttir , Félagsmálastjóri í Reykjanesbæ.