„Það er svo margt sem mig langar að verða“
-Diljá Rún Ívarsdóttir er grunnskólanemi vikunnar
Í hvaða skóla ertu?
„Holtaskóla.“
Hver eru áhugamálin þín?
„Sund og tónlist.“
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
„Ég er í 10 bekk og er 15 ára gömul.“
Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla?
„Krakkarnir.“
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
„Já, ég ætla í FS en er ekki búin að ákveða meira.“
Ertu að æfa eitthvað?
„Já, ég æfi sund með ÍRB.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
„Að vera með vinum, synda og hlusta á tónlist.“
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
„Stærðfræði og að hafa rangt fyrir mér.“
Hvað myndirðu kaupa þér fyrir þúsund kall?
„Mat.“
Án hvaða hlutar geturðu ekki verið?
„Ég get ekki verið án símans, heyrnartólanna og góðrar bókar.“
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
„Ég er ekki búin að ákveða það. Það er svo margt sem mig langar að verða.“
Uppáhalds matur: „Pasta, lasagnia og mexíkósk kjúklingasúpa.“
Uppáhalds tónlistarmaður: „BTS, The Weeknd, Kendrik Lamar, Post Malone, Rihanna og Kanye West.“
Uppáhalds app: „Snapchat, Spotify og YouTube.“
Uppáhalds hlutur: „Síminn minn.“
Uppáhalds þáttur: „Bones, Stranger Things, The Vampire Diaries, Teen Wolf og Castle.“