„Það er alltaf gaman með krökkunum“
-Ásta María er grunnskólanemi vikunnar
Nafn: Ásta María V. Guðjónsdóttir.
Skóli: Holtaskóli.
Hver eru áhugamálin þín? Förðun, tíska og svoleiðis.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er 15 ára og ég er í 10. bekk.
Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla? Það er alltaf gaman í tíma hjá Marý og Mæju, svo er alltaf gaman með krökkunum.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Ég stefni á að fara í MR eða Kvennó.
Ertu að æfa eitthvað? Neibb.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Bara að vera með vinum og svoleiðis.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða eftir fólki þegar ég er að flýta mér.
Hvað er skemmtilegasta fagið? Klárlega náttúrufræði og enska.
En leiðinlegasta? Mér finnst leiðinlegast í stærðfræði og sundi.
Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Augnhára-uppbrettara og varasalva og svo auðvitað símans.
Uppáhalds matur: Kjúklingasalat.
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens allan daginn.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Desperate Housewives.