Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 09:41
Tendra ljós á vinabæjarjólatré á laugardag
Tendrun ljósanna í Reykjanesbæ á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand fer fram næsta laugardag, 30. nóvember, daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.
Fulltrúi frá norska sendiráðinu afhendir tréð. Tónlist, skemmtiatriði fyrir börnin, heitt kakó og piparkökur verða í boði.