Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Telma Lind sigraði Stóru upplestrarkeppnina
Myndir frá heimasíðu Grindavíkur.
Mánudagur 4. mars 2013 kl. 10:03

Telma Lind sigraði Stóru upplestrarkeppnina

Telma Lind Bjarkadóttir úr Grunnskóla Grindavíkur var hluskörpust í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í Gerðaskóla á dögunum. Alls voru 12 nemendur sem kepptu frá Grunnskóla Grindavíkur, Stóru-Vogaskóla og Gerðaskóla. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga barna og unglinga á vönduðum upplestri og framburði.  Líney Helgadóttir úr Vogum lenti í öðru sæti og Viktoría Líf Steinþórsdóttir frá Grindavík varð í þriðja sæti.

Byrjað var á að lesa bókmenntatexta úr skáldsögunni um Benjamín dúfu. Þvínæst mátti velja ljóð sem voru fyrirfram ákveðin og í lokaumferðinni var lesið sjálfvalið ljóð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024