Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Teiknimyndapersóna Garðars birtist í bók á vegum breska sendiráðsins
Lilja Alfreðsdóttir og Bryony, sendiherra, með vinningshöfunum, Auði og Garðari.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 4. september 2022 kl. 15:00

Teiknimyndapersóna Garðars birtist í bók á vegum breska sendiráðsins

Garðar Júlían Alexandersson, nemandi í Heiðarskóla, er annar tveggja sigurvegara teiknimyndasamkeppninnar Draw a Scientist sem var haldin á vegum breska sendiráðsins. Teikning Garðars bregður fyrir í nýrri bók sem gefin hefur verið út af sendiráðinu.

Samkeppnin var fyrir börn á aldrinum fimm til fjórtán ára. Þeirra verkefni var að teikna vísindamanneskju og gefa henni nafn. Nær 200 myndir bárust í keppnina en Garðar bar sigur úr býtum með mynd sinni af Aroni loftslagsfræðingi. Teiknimyndapersónan Aron vinnur með jarðtækniverkfræðingum í að rannsaka þær breytingar sem verða á loftslaginu með það markmið að finna nýjar leiðir til að fanga og geyma koltvísýring.

Mynd af Aroni loftslagsfræðingi úr bókinni Tæknitröll og íseldfjöll

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Teikning Garðars var endurgerð af breska teiknaranum Millie Bicknelle og bregður henni fyrir í bókinni Tæknitröll og íseldfjöll. Bókin er ætluð börnum og kynnir fyrir þeim nokkur af áhugaverðustu og mikilvægustu framtíðarstörfum Íslands. Þannig geta börn fengið hugmyndir um þau fjölmörgu tækifæri sem bíða þeirra og sýna þeim að engin takmörk eru á því hvað þau geta orðið. Auk þess að fá þann heiður að eiga teikningu í bókinni fékk Garðar tvö árituð eintök afhend við athöfn tileinkaða útgáfu bókarinnar sem fór fram þann 24. ágúst.

Garðar Júlían ásamt teikningunni sinni