Tchaikovsky tónleikar í Bláa Lóninu
- Hinn þekkti píanódúett Juris & Juris í fyrsta skipti á Íslandi.
Hinn þekkti píanódúett Juris & Juris mun koma fram í fyrsta sinn á Íslandi þann 26. október nk. Tónleikarnir verða haldnir í Lava sal Bláa Lónsins. Juris & Juris hafa notið mikillar velgengni og komið fram víða um heim. Tónleikarnir hefjast kl 18.00.
Á dagskránni eru valin verk eftir Pyotr Tchaikovsky, Serge Rachmaninov, Claude Debussy and Edward Grieg. Samsetning verkanna spannar tímabil rómantíkur og impressjónista. Tchaikovsky er táknrænn fyrir tónlistarparið á fleiri en einn veg. Parið hittist þegar þau voru bæði nemendur í hinum þekkta Tchaikovsky tónlistarskóla í Moskvu. Ástarsaga parsins speglast í nálgun þeirra við tónlistina en þau spila fjórhent á píanó.
Hamsa Al-Wadi Juris er fædd í Sýrlandi og Carlos Juris í Ekvador. Tónlistarparið lauk meistaragráðu frá tónlistarháskólanum í Moskvu. Kennari þeirra var Pavel Messner, fyrrum nemandi og aðstoðarmaður Emil Gilels (1916 -1985). Að námi loknu settust þau að í Finnlandi þar sem þau kenna with Helsinki Sibelius Akademíun og Espoo tónlistarskólann. Þau starfa einnig með klassískum hljómsveitum sem einleikarar. Þau hófu að koma fram saman árið 1983 í tengslum við tónleikaröð tónlistarháskólans í Moskvu tileinkaðri þýskri píanótónlist 20 aldarinnar.
Bandaríska tónskáldið Claire Polin (1926-1955) tileinkaði þeim verkið Phantasmagoria árið 1989. Parið flutti verkið í Ekvador, Finnlandi og í fyrrum Sovétlýðveldunum. Auk þess að flytja það á alþjóðlegri píanóhátíð” International Piano Duo Festival í Leningrad árið 1990.” Dagblaðið Pravda veitti þeim sérstaka viðurkenningu fyrir trú þeirra við og túlkun á rússneskri píanóhefð.
Þau komu fyrst fram í Viliníus í desember 1996 og frá því í apríl 1997 hafa þau verið reglulegir gestir við Shiauliai – alþjóðlegu píanóhátíðina sem fram fer í Litháen. Þau hafa komið fram í Suður Ameríku og komu fyrst fram saman í Bandaríkjunum árið 2001. Þá hafa þau setið í alþjóðlegum dómnefndum í Svíþjóð, Pétursborg, Eistlandi, Þýskalandi og á Spáni.
Tónleikarnir eru einstakt tækifæri til að upplifa klassíska tónlist og njóta um leið rómantísks andrúmslofts og nátturulegs umhverfis Bláa Lónsins. Sérstakur mateðill verður í boði fyrir tónleikagesti. Miðasala og bókanir í síma 420-8832 og á netfangið [email protected] Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Bláa Lónsins og Icelandair.