Talningarfólk spilaði körfubolta í klukkustund
Talningarfólk í Reykjanesbæ spilaði körfuknattleik í klukkutíma milli kl. 21 og 22 í kvöld. Ástæðan er sú að talning atkvæða gekk framar vonum og talningarfólkið mátti ekki yfirgefa talningarstað, þar sem kjörfundi var ekki lokið.
Meðfylgjandi mynd var tekin á talningarstað þegar körfuknattleikurinn stóð sem hæst.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson