Takk fyrir GRAL

Að lokinni frumsýningu GRAL á Endalokum alheimsins í Kvikunni í gær var leikurum, leikstjóra og aðstandendum sýningarinnar klappað lof í lófa. Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, ávarpaði GRAL og þakkaði leikhópnum fyrir þeirra frábæra framlag til menningar í Grindavík. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru eftir frumsýninguna í gær. 
Næsta sýning á Endalokum alheimsins er næsta sunnudagskvöld en sýnt verður á fimmtudags- og sunnudagskvöldum í nóvember. Miðasala er á www.midi.is






 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				