Sýnir nýtt verk í SpKef
Listamaðurinn Erlingur Jónsson, sem búsettur er í Noregi, var á ferðinni á heimaslóðum fyrir nokkru og setti þá upp nýtt verk til sýnis í Sparisjóðnum í Keflavík. Erlingur vildi sýna verkið í fjármálastofnun því það hefur sterka skírskotun til kreppunnar, orsökum hennar og afleiðinga. Verkið mun standa um óákveðinn tíma.
VFmynd/elg.