Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sýnir í húsi langafa síns
Mánudagur 24. ágúst 2009 kl. 10:14

Sýnir í húsi langafa síns


Óhætt er að segja að listakonan, hönnuðurinn og Keflvíkingurinn Elísabet Ásberg leiti á æskuslóðirnar á Ljósanótt. Ekki aðeins að hún ætli að sýna verkin sín í gamla heimabænum heldur einnig í húsi langafa sínar þar sem hún á sínar fyrstu bernskuminningar.

Elísabet mun sýna verk sín í húsakynnum Café Keflavík að Hafnargötu 26. Húsið byggði Eyjólfur Ásberg, langafi hennar, og bjó  Elísabet í húsinu til 5 ára aldurs.
Hún fór að dögunum til að skoða aðstæður fyrir sýninguna og segir skrýtna tilfinningu hafa fylgt því að koma aftur inn í húsið eftir öll þessi ár.
Á sýningunni gefur m.a. að líta skúlptúrverk listakonunnar, að hennar sögn „grófari“ en hún hefur verið að sýna áður.

Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024