Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Sýnir flugdýr í Ráðhúsinu
  • Sýnir flugdýr í Ráðhúsinu
Laugardagur 9. maí 2015 kl. 10:00

Sýnir flugdýr í Ráðhúsinu

Hönnuðurinn Hildur Harðardóttir tekur þátt í Handverk og hönnun.

„Ég byrjaði sem unglingur að fara á námskeið í málun og hef farið á námskeið í ýmsum listgreinum sl. áratugi. Það sem stendur upp úr er vatnslitamálun, þæfing og pappamassi.  Árið 1999 byrjaði ég að selja mína list. Ég sel vatnslitamyndir, þæfð sjöl úr ull og silki, hálsskraut úr ull og Flugdýr úr pappamassa,“ segir Hildur Harðardóttir, ein af fyrrverandi Gallery-8 listamönnum. Hildur tekur þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu í Reykjavík 14. - 18. maí. Til sýnis í Ráðhúsinu verða flugdýr sem búin eru til úr pappír, vír, skrúfum, tölum, rennilásum og öllu mögulegu sem til fellur til að skapa dýrin. Hildur er fædd í Reykjavík en hef búið í Keflavík í 31 ár. Hún starfar sem leikskólakennari á Gimli.

Árið 2014 tók Hildur þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili og þar voru henni veitt hvatningarverðlaun fyrir flugdýrin.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024