Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýningunni „Heimskautin heilla“ færð gjöf
Marc Bouteiller sendiherra og Jörundur Svavarsson prófessor við Háskóla Íslands.
Miðvikudagur 17. september 2014 kl. 11:12

Sýningunni „Heimskautin heilla“ færð gjöf

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller, færði sýningunni „Heimskautin heilla“ í Þekkingarsetri Suðurnesja kompás að gjöf í gær. Kompásinn er úr skipinu Pourquoi-Pas? sem fórst undan ströndum Íslands þann 16. september 1936.

Skipið Pourquoi-Pas? var á leið í leiðangur til Grænlands er það lenti í fárviðri og fórust 40 skipsverjar en aðeins einn komst lífs af. Leiðangursstjórinn, hinn frægi landkönnuður Jean-Baptiste Charcot var einn þeirra sem fórust með skipinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með sýningunni „Heimskautin heilla“ er leitast við að endurskapa það magnaða andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknarskipunum á sínum tíma, en auk þess hefur verið safnað saman margvíslegum fróðleik í máli og myndum um ævi Charcots og störf.

Franska sendiráðið og afkomendur Jean-Baptiste Charcot hafa fært sýningunni margar og merkar gjafir. Kompásinn sem afhentur var í gær er merkileg viðbót við sýninguna. Kompásinn kemur úr einkasafni Anna-Marie Vallin-Charcot, barnabarns landkönnuðarins fræga Charcot.

Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar, Marc Bouteiller sendiherra og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.