Sýningum fer fækkandi
– Revían Með ryk í auga í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir revíuna Með ryk í auga í Frumleikhúsinu. Með ryk í auga er í leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar en handritshöfundar eru Arnar Ingi Tryggvason, Jón Bjarni Ísaksson, Arnór Sölvason, Gustav Helgi Haraldsson, Ómar Ólafsson, Júlíus Freyr Guðmundsson og svo er stjórn Leikfélags Keflavíkur einnig skrifuð fyrir handritinu.
Nánast fullt hefur verið á flestar sýningar og fer sýningum senn að ljúka.
Miðasala er í síma 421-2540 eftir kl.14.00 alla daga og er miðaverð 2000.kr Einnig opnar miðsalan klukkutíma fyrir sýningu. Sýnt er í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17 í Keflavík.
Næstu sýningar eru eftirfarandi:
Föstudagur 21.nóv kl.20.00
Föstudagur 28.nóv kl.20.00 -Síðustu sýningar-
Sunnudagur 30.nóv kl.20.00 -Síðustu sýningar-