Sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur í DUUS að ljúka
Helgin 5.-6. mars er lokahelgi sýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur á Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Flest verkanna á sýningunni eru unnin á árunum 2001-2004 og hafa aldrei verið sýnd áður. Hefur sýningin vakið athygli og fengið afar góðar viðtökur. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 13.00 – 17.30 og er fólk til hvatt til að nota tækifærið og sjá þessi mikilfenglegu verk. Kristín verður með listamannsspjall í sýningarsalnum á sunnudeginum kl. 15.00 og eru allir velkomnir.
Í tilefni 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju eru einnig 4 verk eftir Kristínu sýnd í safnaðarheimili kirkjunnar, Kirkjulundi og er þar opið á sama tíma.
Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis og er þetta10. einkasýning hennar. Kristín hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2002-3. Verk hennar eru í eigu fjölda opinberra safna, kirkna, fyrirtækja og einstaklinga.
Í tilefni 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju eru einnig 4 verk eftir Kristínu sýnd í safnaðarheimili kirkjunnar, Kirkjulundi og er þar opið á sama tíma.
Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis og er þetta10. einkasýning hennar. Kristín hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2002-3. Verk hennar eru í eigu fjölda opinberra safna, kirkna, fyrirtækja og einstaklinga.