Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýningu Ingólfs í SSV lýkur á sunnudag
Fimmtudagur 30. apríl 2009 kl. 08:33

Sýningu Ingólfs í SSV lýkur á sunnudag


Næstkomandi sunnudag lýkur sýningu Ingólfs Arnarssonar í Suðsuðvestur.
Um er að ræða innsetningu þar sem unnið er með rýmið sjálft og því svolítið umbreytt. Auk þess eru til sýnis blýantsteikningar, þar sem unnið er með blæbrigði afmarkaðs hluta grátónaskalans. Fínlegt net krossskyggingar myndar þéttriðið net, sem tekur á sig ýmsar myndir.
Ingólfur hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis,  síðast á samsýningunni Open í Nýlistasafninu. Af öðrum nýlegum sýningum mætti nefna samsýninguna Levity í Drawing Center, New York 2007 og einkasýningar  í Kubbnum, sal Listaháskóla Íslands 2007, Sleeper Edinburgh 2006 og Safn 2005.
Ingólfur var prófessor við Listaháskóla Íslands 2000-2007.

Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Þar er opið um helgar frá kl.14 – kl.17. og eftir samkomulagi í síma 662 8785.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024