Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýningin „Yfirhafnir“ í sal Suðsuðvestur
Miðvikudagur 10. ágúst 2005 kl. 14:09

Sýningin „Yfirhafnir“ í sal Suðsuðvestur

Huginn Þór Arason opnaði sýninguna sína „Yfirhafnir“ í sýningarsal Suðsuðvestur um helgina. Þar sýnir hann afrit af fatnaði sem hann á sjálfur. Hann lítur á verkin sem málverk þó um fatnað sé að ræða. Eftirmyndirnar eru ekki alveg eins og fötin sjálf, ekki er hugsað út í að hafa réttu sniðin eða myndir í sömu hlutföllum. Það á að sjást að verkin séu handgerð og máluð.

Gestum og gangandi gefst kostur á að sjá og máta verkin í sýningarsal Suðsuðvesturs sem er opinn fimmtudaga og föstudaga frá klukkan 16 til 18 og um helgar frá klukkan 14 til 17.







 
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25