Sýningin Þetta er allt Viggó að kenna! í Bókasafni Reykjanesbæjar
- Verk eftir Inga Jensson, teiknara
Teiknimyndasýningin Þetta er allt Viggó að kenna! hefst í Bókasafni Reykjanesbæjar um næstu helgi í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum. Á sýningunni verða ný og eldri verk Inga Jenssonar sem starfað hefur sem teiknari frá árinu 1999. Ingi hefur um árabil teiknað myndasögur og skopmyndir fyrir íslensk tímarit og dagblað. Hann hefur einnig kennt vinsæl námskeið í teikningu og myndasögugerð undir nafninu Teestoons.
Húmorinn er alls ráðandi í verkum Inga og er hinn klassíski evrópski/belgíski myndasögustíll einkennandi. André Franquin, höfundur Viggó viðutans, er hans helsti áhrifavaldur.
Helstu myndasögur Inga eru:
Heimur Sjonna í Bleiku&Bláu frá 1999 til 2004
Mótor Heimur Sjonna í Bílar og Sport frá 2004 til 2005
Mikki&Mangi í FÍB blaðinu Ökuþór frá 2001 til 2005
Skóladagar í Skólavörðunni, félagsblaði Kennarasambands Íslands frá 2000 til 2015
Daglegar myndasögur í DV 2003 til 2005
Svona er Ísland - Skopmyndir í DV 2009 til 2010
Sýningin verður staðsett á neðri hæð Bókasafns Reykjanesbæjar - Djúpinu, í myndasöguhorninu og mun standa í sex vikur.
Allir eru velkomnir og ekkert kostar inn.
Hægt er að skoða teikningar hans á vefsíðunum www.ingi.nl og www.facebook.com/skopmynd