Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sýningin “Pulp Machineries” framlengd
Mánudagur 15. júní 2009 kl. 09:56

Sýningin “Pulp Machineries” framlengd


“Pulp Machineries” sýningu hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer í Suðsuðvestur hefur verið framlengt til 21 júní. Sýningin er samstarfsverkefni við Gallerí van Gelder í Amsterdam og opnaði 16 maí s.l. sem einn af dagskrárliðum Listahátíðar í Reykjavík 2009.


Klaas Kloosterboer er vel þekktur í  Hollandi fyrir verk sín sem oft taka á sig þrívíð form. Kloosterboer notar hefðbundin efni svo sem málningu og striga í listsköpun sinni en hlutgerir efniviðinn með því að rífa í sundur og endurbyggja málverks-skúlptúra. Í huga Kloosterboer er listsköpun ávallt spurning um að leggja undir sig rými.

Margbreytilegar tækniaðferðir, til að mynda notkun spreybrúsa og sletta, ásamt því að klippa og rimpa, kasta og skella eru algengar í vinnslu hans við gerð striga og málverks-skúlptúra sinna, sem stundum eru unnir í tengslum við vídeóverk. Með þessum kraftmiklu athöfnum umbreytast verkin, hlutgerast og verða þrívíð málverk sem oft líkja eftir klæðnaði og skilgreina á myndrænan hátt hugrenningartengslin að umvefja og hylja.

Umfangsmikil  einkasýning var haldin á verkum Klaas Kloosterboer í Badischer Kunstverein, í Karlruhe, Þýskalandi árið 2003. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum t.a.m. Dumb painting, í Centraal Museum Utrecht og Museum Dhondt-Dhaenens, Deurle (í Belgiu) og The Projection Project, Kunsthalle Budapest (í Ungverjalandi). Árið 2009 tekur hann þátt í sjálfsprottinni samsýningu ásamt Wim.T. Schippers, Andreas Slominski og danska  hópnum Superflex í Museum Boijmans van Beuningen,í Rotterdam.

Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík, þar er opið um helgar frá kl.14-kl.17 og eftir samkomulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024