Sýningaropnun í Suðsuvestur
Sunnudaginn 18 maí kl.19. opnar Ráðhildur Ingadóttir sýninguna “Inni í kuðungi einn díll nr.VIII “.
Innsetning Ráðhildar samanstendur af teikningum, vídeói, vaxi og málningu.
“Inni í kuðungi, einn díll” er innsetning unnin útfrá geometríu, draumum og kosmólógíu og er þetta verkefni sem Ráðhildur hefur unnið með undanfarin ár.
Á sýningunni vinnur hún með mismunandi veraldarbirtingar sem hægt er að skipta niður í kerfi og óreiðu, draumveruleika og raunveruleika.
Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22, 230 Reykjanesbæ. www.sudsudvestur.is
Sýningin er opin um helgar frá kl.13.- kl.17. og stendur til 15 júní
Nánari upplýsingar fást í síma; 690 1725 (Ráðhildur) eða 662 8785 (Inga Þórey)