Sýningarlok í SSV
Sýning Margrétar Helgu Sesseljudóttur „Klettur“ í Suðsuðvestur lýkur næstkomandi helgi.
Margrét Helga (1988)útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. Á sýningunni vinnur listakonan útfrá hugmyndum sem tengjast dýrkun; dýrkun á frægu fólki, helgimyndum og náttúrufegurð svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin er innsetning gerð úr fundnum efnum, teikningum og skúlptúr.
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið um helgar frá kl.14:00-17:00.og eftir samkomulagi í síma 662 8785. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsudvestur.is
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Meðfylgjandi er mynd tekin af sýningunni. Höf; Helgi Hjaltalín